• Kópur stéttafélag - Í sameiningu getum við gert meira!

Um Kóp

Um Kóp

Um okkur

Stéttarfélagið
Kópur

Stéttarfélagið Kópur, kt. 420 320-0780, var stofnað þann 19. desember, 2019. Stofnendur félagsins eru Pólverjar og íslenskir ríkisborgarar með pólskan bakgrunn. Meginástæðan fyrir stofnun félagsins er mismunun sem atvinnumenn af erlendum uppruna upplifa frá vinnuveitendum sínum. Þrátt fyrir að hafa reynt að sækja rétt sinn hjá starfræktum stéttarfélögum hafa margir orðið fyrir vonbrigðum og ekki fundið viðeigandi úrlausnir.

Þrátt fyrir að stéttarfélagið Kópur hafi upphaflega verið stofnað fyrir atvinnufólk af erlendum uppruna þá er það opið öllum á landinu. Samkvæmt könnun sem Kópur lét gera á íslenskum vinnumarkaði varð ljóst að stór hópur Íslendinga er ósáttur við stöðluð kjör og skilyrði helstu stéttarfélaga sem hafa verið starfrækt í áraraðir.

Af hverju Kópur

Af fólki
fyrir fólk

Okkur tókst að safna saman víðamikilli reynslu og þekkingu sem opnar fyrir nýja möguleika þökk sé viðskiptafærni og félagslegri baráttu formanns félagsins og annarra stjórnarmanna, í þágu fólks sem hefur glímt við misrétti og dræm kjör í kerfinu. Því býr félagið í dag yfir góðri þekkingu á réttindum, fjárhagslegum möguleikum og samfélagslegum leiðum fyrir félagsmenn og getur því kallað sig fullgilt stéttarfélag.

Eftir áratuga misbeitingu og kerfislegan seinagang hjá hinum ýmsu stofnunum, sem kom illa niður á fólki, ákváðum við að gera eitthvað í málinu! Að koma af stað nýrri verkalýðshreyfingu var ekki auðvelt, en okkur tókst að láta drauminn rætast. Nú dreymir okkur um að geta hjálpað fólki sem telur sig misbeitt af vinnuveitendum. Okkur er annt um félagsmenn okkar, því við vitum að í fjöldanum erum við sterk og getum komið af stað breytingum, vegna þess að saman getum við gert meira!