• Kópur stéttafélag - Í sameiningu getum við gert meira!

Starfsmannaréttindi

Starfsmannaréttindi

Starfsmanna réttindi

Starfsmenn á Íslandi njóta réttinda sem vinnuveitendur þurfa að uppfylla, alveg óháðþjóðerni starfsmanns. Hér eru nokkur skilyrði:

Ráðningarsamningur

Vinnuveitandi og launþegi eiga að gera með sér löglegan og skriflegan ráðningarsamning innan tveggja mánaða frá upphafsdegi starfsmanns. Þar til slíkur samningur hefur veriðgerður eru báðir aðilar bundnir skilmálum og samþykktum kjarasamninga stéttarfélaga á Íslandi.

Réttur til hvíldar

Starfsmaður á rétt á lágmarks hvíldartíma sem eru 11 samfelldar klukkustundir. Vinnutími skal vera skipulagður þannig að hann sé ekki hafður lengri en samtals 13 klukkustundir á sólarhring. Starfsmaður hefur rétt á einum frídag á viku.

Launaseðill

Starfsmaður hefur rétt á að nálgast launaseðil sem útlistar dagvinnu, yfirvinnu, staðgreiðslu skatta ásamt upplýsingum um bæði vinnuveitanda og launþega.

Laun og hunnindi

Laun og hlunnindi eru samkomulag stéttarfélaga og launþega útfrá samþykktum stéttarfélaga.

Starfsmanna réttindi

Eftirfarandi þættir ákvarða meðal annars tímakaup fyrir dagvinnu og yfirvinnu, skilyrði fyrir ráðningu og uppsagnarfrest á ráðningatíma. Gildin ákvarðast af starfsgrein, starfshæfni og menntunargráðu. Samningur á milli vinnuveitanda og launþega sem brýtur gegn settum viðmiðum stéttarfélaga um viðeigandi laun og kjör er sjálfkrafa ólöglegur.

Frí

Viðurkenndur launþegi á Íslandi hefur rétt á orlofsgreiðslu í að lágmarki 24 virka daga. Orlofsupphæðin nemur 10.17% af heildarlaunum. Orlofslaun eru lögð inn á sérstakan orlofsreikning í banka, sem sér um að greiða út orlofssjóðinn á maí á hverju ári.

Uppsafnaður réttur til orlofs fer hækkandi með langtíma samningi hjá sama atvinnurekanda. Starfsmenn sem eru frá vinnu vegna veikinda, slyss eða barneigna halda áfram að safna í orlofsjóðinn á sama hátt og í starfi.

Veikindi og slys

Löglega ráðinn starfsmaður á Íslandi á rétt á veikindalaunum í ákveðinn tíma sé hann óvinnufær vegna veikinda eða eftir slys, óháðþví hvort það hafi gerst í vinnu eða utan hennar. Draga skal tvo daga í mánuði frá launum í veikindasjóð og þannig vinnur starfsmaður sér inn tvo veikindardaga á mánuði. Ef um slys er að ræða er atvinnurekanda falið að greiða út þóknun í allt aðþrjá mánuði vegna slyssins, hvort sem það átti sér stað í eða utan vinnustaðarins.

364000

Fólk

215000

Verkafólk

45000

Vinnuveitendur

Fréttir frá Kópi