• Kópur stéttafélag - Í sameiningu getum við gert meira!

Veikindasjóður

Veikindasjóður

Lífið kemur á óvart og ófyrirséð veikindi eða slys geta orðið á vegi okkar allra, sem getur haft áhrif á vinnugetu. Stéttarfélagið Kópur veitir stuðning í slíkum tilfellum og því var veikindasjóðurinn stofnaður.

Veikindasjóður Kóps veitir félagsmönnum í veikindarleyfi bætur sem uppbót þegar launatekjur skerðast. Allir félagsmenn stéttarfélagsins Kóps hafa aðgang að sjóðnum, í tilvikum þar sem launagreiðandi hefur staðfest veikindaleyfi með greiðslu. Það inniber að eftir fyrsta mánuðinn hefur þú rétt á niðurgreiðslu fyrir aðgang að líkamsrækt, í sundlaugar og fyrir endurhæfingu, ásamt bótum úr veikindasjóðnum. Skilyrði fyrir bótaupphæð úr sjóðnum er eftirfarandi:

– Félagsmenn sem hafa greitt í sjóðinn í 1 mánuð eiga rétt á 15% af launaupphæð í allt að 1 mánuð af veikindatíma.

– Félagsmenn sem hafa greitt í sjóðinn í 2 mánuði eiga rétt á 30% af launaupphæð í allt að 2 mánuði af veikindatíma.

– Félagsmenn sem hafa greitt í sjóðinn í 3 mánuði eiga rétt á 45% af launaupphæð í allt að 3 mánuði af veikindatíma.

– Félagsmenn sem hafa greitt í sjóðinn í 4 mánuði eiga rétt á 60% af launaupphæð í allt að 4 mánuði af veikindatíma.

– Félagsmenn sem hafa greitt í sjóðinn í 5 mánuði eiga rétt á 70% af launaupphæð í allt að 5 mánuði af veikindatíma.

– Félagsmenn sem hafa greitt í sjóðinn í 6 mánuði eiga rétt á 100% af launaupphæð í allt að 6 mánuði af veikindatíma.

– Félagsmenn sem hafa greitt í sjóðinn í 7 mánuði eiga rétt á 100% af launaupphæð í allt að 7 mánuði af veikindatíma.

Flest stéttarfélög í samfélaginu veita félagsmönnum bætur vegna veikinda í allt að 6 mánuði. Stjórnarformenn stéttarfélagsins Kóps hafa ákveðið að bjóða betur og veita greiðslur í allt að 7 mánuði.

Að veikindartímanum loknum býður Kópur félagsmönnum upp á handleiðslu og fjárhagslega ráðgjöf á endurhæfingartímabilinu. Í tilfellum þar sem endurhæfing skilar ekki tilætluðum árangri og fullri vinnugetu veitir Kópur aðstoð við að sækja áfram veikinda- eða örorkubætur.

 

Að veikindartímanum loknum býður Kópur félagsmönnum upp á handleiðslu og fjárhagslega ráðgjöf á endurhæfingartímabilinu. Í tilfellum þar sem endurhæfing skilar ekki tilætluðum árangri og fullri vinnugetu veitir Kópur aðstoð við að sækja áfram veikinda- eða örorkubætur.

Að auki veitir stéttarfélagið Kópur eftirfarandi hlunnindi:

-Dagpeninga vegna langvarandi veikinda maka.

-Dánarbætur

-Dánarbætur vegna barna

-Styrk í veikindarleyfi sem snýr að endurhæfingu (líkamsrækt, sundlaug, ofl.)

-Styrk fyrir innkaup á gleraugum eða linsum

-Styrk fyrir sálfræðiaðstoð

-Styrk fyrir skimun á krabbameini

-Styrk fyrir innkaup á heyrnartækjum

-Styrk á meðferð gegn fíkn

-og margt fleira…

Mundu að þegar þú hefur gerst félagi í stéttarfélaginu Kópi ertu aldrei alveg einn að berjast, sérstaklega þegar erfiðir tímar gera vart við sig. Okkar markmið er að hugsa vel um félagsmenn okkar vegna þess að í krafti fjöldans höfum við áhrif! https://en.kstf.is/service/sickness-fund/