• Kópur stéttafélag - Í sameiningu getum við gert meira!

Menntunarsjóður

Menntunarsjóður

Markmið Stéttarfélagsins Kóps er að veita félögum góðan stuðning. Það er vitað mál að stór þáttur, þegar kemur að starfsframa og kjarabaráttu, er viðeigandi menntun. Kópur mun koma af stað samstarfi við ýmsar menntastofnanir á Íslandi. Starfsmenn með mikla færni eiga að geta tekið að sér meiri ábyrgð í starfi og farið fram á viðeigandi launahækkun. Að bæta við sig þekkingu og fagmennsku er mikilvægt á óvissutímum sem ríkir á vinnumarkaðnum í dag.

Þess vegna hefur Kópur sett á laggirnar menntunarsjóð sem styrkir félagsmenn í starfsnámi og námskeiðssókn. Sjóðurinn leggur sérstaka áherslu á íslenskunám. Markmiðið er að allir félagsmenn hafi aðgang að námi, bæði íslenskufræðslu og annarri menntun, einnig á háskólastigi. Okkar skoðun er sú að einstaklingar sem setjast að á Íslandi, hvort sem er til frambúðar eða tímabundna búsetu til lengri tíma, eigi rétt á greiðu aðgengi til að læra íslensku. Fyrir félaga sem dvelja á landinu skemur en þrjú ár stendur til boða faglegar þýðingar á opinberu efni. Þá er einnig boðið upp á aðstoð með þýðingar innan vinnustaðarins, heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins eða annarra stofnana.

 

Menntasjóður Kóps leggur einnig áherslu á einstaklingsþróun félaga. Við styðjum við bakið á þeim sem hafa hug á að stofna eigin rekstur á Íslandi með faglegri ráðgjöf. Margt getur áunnist með því að gerast félagi í stéttarfélaginu okkar samhliða eigin rekstri.

Við fjárstyrkjum eftirfarandi:
– námskeið og starfsþjálfun fyrir núverandi starfsvettvang eða nýjan.
– menntun
– almenna fræðslu til að auka hæfni og þekkingu.
– tungumálafræðslu
– fræðslu fyrir akstursréttindi
– námskeið fyrir vinnuvélaréttindi
– kostnað fyrir próftöku
– námskeið í upplýsingatækni
– starfsþjálfun í tengslum við fyrirtækjaþróun.

Niðurgreiðsla á námskostnaði er 130.000 krónur á ári fyrir félaga í fullu starfi, í 100% starfshlutfalli. Fyrir hlutastarfsmenn skerðist upphæðin miðað við vinnuhlutfall. Upphæðin nemur þó aldrei meira en 75% af heildarkostnaði námsins. Námsstyrkurinn er í boði fyrir félagsmenn sem greitt hafa í sjóðinn í að lágmarki sex mánuði samfellt síðastliðna 24 mánuði. Skilyrði fyrir skráningu er að
fullnægjandi umsókn hafi borist stéttarfélaginu beint frá umsækjenda.

Réttur á niðurgreiðslu á námi er í boði einnig fyrir þá sem misst hafa vinnu eða skipt um vinnustað en haldið áfram aðild í stéttarfélaginu Kópi. Fyrir þá sem missa vinnuna er réttur á niðurgreiðslu og styrkjum virkur í 24 mánuði frá starfslokum. Félagar í barneignarorlofi eða atvinnulausir eiga áfram rétt á styrkjum á meðan þeir eru virkir meðlimir og greiða í sjóðinn á meðan þeir eru frá vinnu.