• Kópur stéttafélag - Í sameiningu getum við gert meira!

Lögfræðiþjónusta

Lögfræðiþjónusta

Þrátt fyrir að stéttarfélagið Kópur er nýstofnað getum við boðið upp á hágæða lögfræðiaðstoð. Kópur býr yfir slíkum auðlindum þökk sé áralangri reynslu stofnenda félagsins í baráttu sinni fyrir réttindi og kjör erlendra starfsmanna sem lifa og starfa á Íslandi. Baráttan skilaði sér í áframhaldandi samstarfi við lögfræðistofur og viðeigandi stofnanir á Íslandi.

Því miður getur það gerst að vinnuveitandi brjóti rétt starfsmanns á viðunandi launum, vinnuskilyrðum og/eða viðurkenndri gistiaðstöðu. Það getur reynst erlendum starfsmönnum mjög erfitt að sækja réttar síns gagnvart vinnuveitanda, þar sem þeir tala ekki íslensku og eru ekki staddir í heimalandi sínu. Þá skortir þeim oft innsýn og þekkingu á réttindum sínum og leiðum til að sækja rétt sinn gagnvart vinnuveitenda.

Í málum sem kalla á eftir lögfræðilegri aðstoð sér Kópur um að tryggja félögum sínum fyrsta flokks þjónustu á þessu sviði. Lögmenn innan stéttarfélagsins Kóps eru óbundnir og sjálfstætt starfandi einstaklingar sem berjast fyrir réttindum félaga af sérstakri árræðni og staðfestu.

Hafðu samband við okkur ef þig grunar að vinnuveitandi sé að brjóta á réttindum þínum eða vinar þíns. Það er óþarfi að láta vini eða fjölskyldu þjást vegna þess að sameinuð gerum við betur!