• Kópur stéttafélag - Í sameiningu getum við gert meira!

Blog

Starf á lokasprettingum

Kæru vinir!
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna ykkur að formsatriði fyrir stofnun stéttarfélagsins eru nú á lokastigi og að stóra stundin er að renna upp.

Það er því ekkert til fyrirstöðu að gerast meðlimur í stéttarfélaginu Kópi á öruggan hátt. Það er mjög einfalt að skipta um stéttarfélag. Fylltu út upplýsingarnar í umsóknarskjalinu (sjá viðhengi) og sendu okkur það í tölvupósti á: kstf@kstf.is eða hafðu samband við okkur beint í gegnum síðu okkar á Facebook fyrir nánari upplýsingar eða aðstoð.

Stéttarfélagið er opið öllum eftirfarandi:
– öllum starfsmönnum á Íslandi óháð atvinnugrein.
– atvinnulausum á atvinnuleysisskrá.

Heimasíðan okkar er nú í vinnslu og mun síðar veita mikilvægar upplýsingar um framboð og þjónustu stéttarfélagsins, almenn réttindi starfsmanna, sjóði vegna menntunar, veikinda eða fyrir tómstundir, helstu fréttir og önnur skilaboð frá stéttarfélaginu Kópi. Í krafti fjöldans gerum við betur! Ekki hika við að bjóða vinum þínum að líka við síðuna okkar og deildu endilega áfram skilaboðunum. Þar með ert þú að taka þátt í að efla stéttarfélag sem stendur vörð um vinnuréttindi okkar allra.

Njóttu dagins!

Nýtt stéttarfélag

Yfirlýsing frá formanni stéttarfélagsins Kóps um stofnun þess. Eftir að hafa búið á Íslandi í fjölmörg ár átti ég möguleikann á því að með eigin augum fá innsýn inn í átök og þá mismunum sem átti sér stað hjá starfsmönnum með erlendan bakgrunn. Það var þess vegna sem ég ákvað að þetta gæti ekki fengið að halda svona áfram viðspyrnulaust! Ásamt fjölskyldumeðlimum og vinum stofnuðum við My Iceland samtökin í þeim tilgangi að sporna við mismuninni og gæta réttinda starfsmanna. En þar sem aðeins var um áhugasamtök að ræða voru áhrifin takmörkuð lagalega séð. Þetta hefur tekið okkur langan tíma en nú hefur okkur loks tekist að setja á laggirnar stéttarfélagið Kóp. Loksins gerir þetta okkur kleift að gæta réttinda félagsmanna okkar og annarra hagsmunaaðila.

Við vinnum flest okkar hörðum höndum en erum oft misnotuð og beitt misrétti. Sjálfur var ég heppinn þegar ég hóf vinnu í sveit á Íslandi hjá stórbónda sem rekur eitt af stærstu landbúnaðarfyrirtækjum landsins. Ég á honum margt að þakka. Hann tók vel á móti mér og útvegaði mér atvinnuheimild. Hinsvegar kom ekki í ljós fyrr en mörgum árum seinna að hann greiddi aldrei lögbundið lágmarksgjald í lífeyrissjóð fyrir mig. Sumum kann að finnast þetta smávægileg yfirsjón en þetta er eitthvað sem á ekki að geta gerst!

Við erum öll jafningjar og eigum að hafa sömu réttindi á þessari eyju. Eyjan er til fyrir alla sem lifa og vinna hér.

Nú endum við misrétti og mismunun! Sameinuð höfum við áhrif!
Stöndum saman og berjumst fyrir réttlæti!

Með kærri kveðju,
Stanley Kowal,
Formaður stéttarfélagsins Kóps