• Kópur stéttafélag - Í sameiningu getum við gert meira!

Starf á lokasprettingum

Kæru vinir!
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna ykkur að formsatriði fyrir stofnun stéttarfélagsins eru nú á lokastigi og að stóra stundin er að renna upp.

Það er því ekkert til fyrirstöðu að gerast meðlimur í stéttarfélaginu Kópi á öruggan hátt. Það er mjög einfalt að skipta um stéttarfélag. Fylltu út upplýsingarnar í umsóknarskjalinu (sjá viðhengi) og sendu okkur það í tölvupósti á: kstf@kstf.is eða hafðu samband við okkur beint í gegnum síðu okkar á Facebook fyrir nánari upplýsingar eða aðstoð.

Stéttarfélagið er opið öllum eftirfarandi:
– öllum starfsmönnum á Íslandi óháð atvinnugrein.
– atvinnulausum á atvinnuleysisskrá.

Heimasíðan okkar er nú í vinnslu og mun síðar veita mikilvægar upplýsingar um framboð og þjónustu stéttarfélagsins, almenn réttindi starfsmanna, sjóði vegna menntunar, veikinda eða fyrir tómstundir, helstu fréttir og önnur skilaboð frá stéttarfélaginu Kópi. Í krafti fjöldans gerum við betur! Ekki hika við að bjóða vinum þínum að líka við síðuna okkar og deildu endilega áfram skilaboðunum. Þar með ert þú að taka þátt í að efla stéttarfélag sem stendur vörð um vinnuréttindi okkar allra.

Njóttu dagins!