• Kópur stéttafélag - Í sameiningu getum við gert meira!

Stéttarfélagið þitt Hafðu samband Í sameiningu Getum við gert meira! Lestu meira Stéttarfélagið Kópur var stofnað vegna þeirrar mismununar sem starfsmenn með
erlendan bakgrunn voru beittir á íslenskum vinnumarkaði. Þeir leituðu réttar síns og nú er
baklandið við þá loksins orðið að veruleika.
100% Sáttir
meðlimir

Traust og öryggi Hafðu samband Stéttarfélag Sem þjónustar Lestu meira Tugirþúsundir manna með erlendan bakgrunn starfa nú á Íslandi. Stór hluti þeirra heldur því
fram að þeir hafi ekki notið sömu kjara og réttinda hjá stéttarfélögum og Íslendingar

Heim

Um Kópur

Verkalýðsfélag búið til af fólki eins og þér

Saman getum við gert meira! Meðlimir okkar eru fjölskylda og vinir, og við viljum að þú verðir einn/ein af okkur. Í gegnum árin hefur ekki verið staður þar sem erlendir starfsmenn geta fengið almennilegan skilning og hjálp. Nú hefur það breyst.

Í hæsta gæðaflokki

Starfsmenn okkar eru fagmenn í fremstu röð.

Athuga fríðindin

Við tryggjum gífurlegt magn af fríðindum.

Stanley Kowal

Forseti stéttafélagsins

Lögmenn Kóps

Fagmannleg lögfræðiþjónusta

Þrátt fyrir það að Kópur sé ungt stéttafélag, þá tryggjum við fagmannlega, hágæða lögfræðiráðgjöf. Kópur hefur slík tækifæri vegna þess að félagið var skipulagt í kringum fólk sem í mörg ár tók þátt í samfélagslegri starfsemi að hjálpa útlendingum sem búa og starfa á Íslandi. Sú starfsemi skilaði langtíma samvinnu milli Kóps og leiðandi fyrirtækja ásamt lögfræðilegum stofnunum á Íslandi.

Bestu lögfræðingarnir

Tafarlaus aðgerð

Bestu lausnirnar

Sjóðir

Kynntu þér meira um sjóðina okkar

Fræðslusjóðir

Kópur stéttafélag vill styðja félaga sína eins og hægt er. Það er vel þekkt að eitt af lykil málunum á starfsþróunarleiðinni er menntun.

Tómstundasjóður

Hraður gangur lífsins getur haft áhrif á afkastagetu og getur leitt til heilsutjóns. Þessvegna er afþreying og hvíld mikilvægur hluti í lífinu. Við munum hjálpa þér með það!

Sjúkrasjóður

Raunveruleikinn kemur okkur stundum illa á óvart – veikindi, áföll eða slys geta haft áhrif á okkur og draga úr eða eyða getu okkar til þess að vinna.

Við fylgjumst með löglegum og viðeigandi vinnuskilyrðum.

Starfsmenn á Íslandi hafa fjölda réttinda sem atvinnurekendur verða að virða óháð upprunalandi verkamannsins. Kópur stéttafélag sér um að þessi réttindi séu virt.

Gerast meðlimur Kóps

Fríðindi af aðild Kóps

post-img-one

Fjármögnun menntunar

Verkalýðsfélagið Kópur vill styðja meðlimi sína eins mikið og hægt er. Það er vitað að eitt af lykilmálunum um starfsþróunina er menntun. Þessvegna hefur Kópur stéttafélag búið til fræðslusjóð, sem fjármagnar allskonar þjólfun og námskeið. Fjármögnunin nær til:

– þjálfun og námskeið,
– nám,
– almenn mentunn til að auka hæfni,
– tungumálanámskeið,
– ökuréttindanámskeið,
– námskeið í notkun véla og tækja,
– prófgjöld,
– upplýsingatækninámskeið,
– og margt fleira.

Sumarhús og tómstundir

Hraður gangur lífsins og mikil vinna getur haft áhrif á framleiðslugetu ásamt því að valda skemmdum á líkamlegri og andlegri heilsu. Þessvegna eru hvíld og tómstundir mjög mikilvægur hluti af lífinu. Eins og máltækið segir, í heilbrigðum líkama – er heilbrigður hugur. Rannsóknir staðfesta það að fólk ætti að tryggja að það fái nægan hvíldartíma og muni að verja tíma með fjölskyldu og vinum. Kópur stéttafélag hefur tómstundasjóð sem er mikilvægur þáttur í starfsemi okkar. Tómstundarsjóðurinn ráðstafar niðurgreiðslu vegna leigu á orlofshúsum fyrir þá sem greitt hafa stéttarfélagsframlög í 6 mánuði samfellt síðustu 24 mánuði. Við tryggjum aðgang að sumarhúsum um allt Ísland sem félagsmenn stéttarfélagsins geta leigt um helgi eða viku. Sumarhúsin sem eru leigð til félagsmanna eru fullbúin og í háum gæðaflokki.

post-img-three2
post-img-four2

Sjúkrasjóður

Raunveruleikinn kemur okkur oft á óvart á slæman hátt. Það kemur fyrir að við verðum fyrir veikindum, meiðslum eða slysi. Þessir atburðir draga úr eða eyða getu okkar til að vinna. Kópur stéttafélag uppfyllir þarfir þeirra sem eru viðkvæmastir í öllum aðstæðum. Þessvegna var sjúkrasjóður búinn til fyrir félagsmenn okkar.

Sjúkrasjóður Kóps stéttafélags býður upp á fjölda styrkja og fríðinda, þar á meðal:

– Dagpeningar vegna alvarlegra veikinda maka
– Fjármögnun virkar hvíldar (líkamsræktarstöð, sundlaug osfrv)
– Fjármögnun fyrir gleraugu og linsur
– Fjármögnun fyrir sálfræðimeðferðir
– Heyrnatæki
– Fíknarmeðferðir
– Og margt fleira…

Lögfræðiaðstoð

Því miður gerist það að vinnuveitendur brjóta á réttindum starfsmanna þeirra þegar það kemur að launum, vinnuaðstæðum eða gæði gistiaðstöðunar. Það er erfitt fyrir einstaka starfsmann sem er í erlendu landi, stundum með tungumálaörðuleika, að sigra með slíkan vinnuveitanda. Auka hindrun er sú staðreynd að fólk sem vinnur á Íslandi hefur oft ekki næga lögfræðilega þekkingu, og hafa því ekki þá þekkingu sem nauðsynleg er til að geta á áhrifaríkan hátt leitað síns réttar.

Í aðstæðum þar sem málin eru það langt gengin að lögfræðiráðgjöf þarfnast, ábyrgist Kópur félagsmönnum sínum fyrsta flokks þjónustu á þessu sviði. Lögmenn Kóps eru sjálfstæðir, ekki bundnir neinum samningum, djarflega og þrjósklega krefjast réttar félagsmanna okkar. Við bjóðum þér að hafa samband við okkur ef þig grunar að vinnuveitandi þinn eða vinar þíns brýtur lögin. Látum ekki skaða skyldmenni okkar, því saman getum við gert meira!

post-img-two
post-img-four_international

Fjöltyngd þjónusta

Iceland is a multicultural and very open country, therefore immigrants from various countries constitute 14% of the population.

Due to this, it was obvious to create labor unions that would be run by Icelanders of foreign origin who were perfectly familiar with the nuances of Icelandic and immigrant mentality. All this means that in Kópur we have focused on a group of perfectly prepared in terms of resources and language, foreigners with Icelandic citizenship who have been on the island for many years, so that all the above-mentioned difficulties do not pose any problems for our team. Service for members at every stage and in every situation is carried out in one hundred percent in English, Polish or Icelandic, as needed.

Feel free to contact us and register with the Kópur labor unions because together we can do more!

Réttindi verkamanna á Íslandi

Starfsmenn á Íslandi hafa fjölda réttinda sem atvinnurekendur verða að virða óháð upprunalandi verkamannsins. Sum þeirra eru talin upp hér að neðan:

  • Vinnuveitandinn og starfsmaðurinn ættu að gera löglegan skriflegan ráðningarsamning innan tveggja mánaða frá raunverulegum vinnudegi.
  • Sérhver starfsmaður á rétt á lágmarkshvíld í 11 klukkustundir í röð.
  • Sérhver starfsmaður hefur rétt til að fá aðgang að launaseðli sínum, sem ætti að innihalda tilgreinda þætti þóknunar.
  • Samið er um laun og bætur milli stéttarfélaganna og vinnuveitenda með kjarasamningum.
  • Og margt fleira.
post-img-four4

Fréttir frá Kópi